8.9.05

versalir

Ég er að fara til Versala. Gaman, erfitt, en gaman. Er með fulla tösku af vínflöskum og ostum sem ég þarf að burðast með upp og niður stigana í metró. Ætli einn góðan veðurdag verði komnir rúllustigar í allt metrókerfið?
Ætli einn góðan veðurdag heimurinn verði gerður fyrir þá sem minna mega sín?
Ætli ég sé í góðu skapi?
Já. Þrátt fyrir að heimurinn sé harður við minni máttar er gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður slekkur á sjónvarpinu og fer að mála og taka til. Það er svo fínt hérna hjá okkur að maður er feiminn. Ef maður minnir sig á að dót er ekki drasl.
Allt okkar fullorðinsdót er á sínum stað. Það er gott fyrir sálina. Hvað ætli það dugi lengi? Veðmál, einhver?

Varðandi fréttir úr heiminum hef ég ekkert að segja nema þetta: Það er maðurinn sem er að skemma jörðina og það er manninum að kenna að fellibylir og flóð ryðja mannheimum í burtu. Að vorkenna sér fyrir þetta er eins og að vorkenna sér fyrir að brenna sig á eldi sem maður stingur hendinni sjálfviljugur í (fyrir borgun?).
Ég hlakka ekki til að sjá áhrif stíflugerðarinnar stóru á Íslandi á önnur vatnsföll landsins.

Lifið í friði.