5.9.05

mér finnst

gaman að blogga

og gaman að hafa tíma til að blogga

og gaman að lesa önnur blogg (sem ég get gert þó börnin séu að krefjast athygli um leið)

fyndið að Gísli skuli vekja mikinn ugg

skrýtið að ég fletti aðeins Fréttablaðinu á netinu um daginn og rakst á margar villur m.a. stóð stórum stöfum í auglýsingu: rábært tilboð og ein millifyrirsögn fjallaði um sár sem gróa seint og illa og skilja eftir sár og svo var eitthvað fleira sem ég man ekki

ótrúlegt að fólk skuli taka Jón Gnarr alvarlega. Las hann einmitt í þessu sama blaði í fyrsta sinn, held ég og hló mig máttlausa. Maðurinn er að gera grín að öllum

ógurlega áhugavert að spá í það að A bout du souffle skuli ekki hafa vakið almenna lukku, mér fannst þessi mynd svo frábær og hef alltaf verið á leiðinni að horfa á hana aftur. Er það satt hjá Ármanni að Birta hafi ekki talið hana með myndum kvöldsins?

að allir eigi að horfa á allar franskar myndir

að allir eigi að hafa sama smekk á kvikmyndum og ég

að heimurinn eigi að ákveða að ég fái að stjórna öllu sem gert verður í kvikmyndabransanum í framtíðinni

að banna eigi amerískar myndir og allar amerískar vörur á íslandi nema kannski... og nú ætlaði ég að nefna eitthvað sem mér þykir of gott en man ekki neitt er ég orðin gersamlega heiladauð?

að ég eigi að hætta þessari vitleysu áður en hún verður langavitleysa

að allir eigi að lifa í friði.