3.9.05

skólalína

Smá fyrir fjölskylduna:
Sólrún var ekkert smá sæt í gærmorgun. Heimtaði að fara í ákveðinn kjól sem er eiginlega aðeins of lítill og vildi fá tígó og fléttur til að vera eins og Lína. Svo greip hún um magann á sér og sagðist þurfa að kúka. En ekkert kom. Svo töltum við niður í skóla og hún lamaðist, sem betur fer tók ég kerru með og hún sat í henni með fínu Línutöskuna sína tóma í fanginu. Gat ekki staðið. Ekki heldur þegar við fórum inn í salinn með öllum hinum krökkunum og foreldrunum. Lyppaðist niður á gólfið og sat þar með Lucie vinkonu sinni. Hvílíkar dúllur. Tók myndir en hvenær í ósköpunum á ég að hafa tíma til að hlunka myndum inn á netið?
Hún var ekki skráð í bekk með Lucie en tvíburarnir sem ég kannast við voru sett sitt í hvorn bekkinn og við gátum skipt. Þau geta víst ekki verið aðskilin í fimm mínútur, ekki einu sinni heima hjá sér. Er það heilbrigt? En ekki ætla ég að kvarta, græddi á því í þetta sinn.
Kennarinn heitir Virginie og er með 26 litla rassálfa að hugsa um ásamt aðstoðarkonunni Véronique.
Skólinn var byggður í fyrra en samt er ekki nóg af svefnplássum fyrir alla. Hm? Og flotta hönnunin í lessalnum gerir það að verkum að þar verður fuglabjargsstemning ef þrír eru þar í einu.

Ég neita að trúa því að einhverjum finnist rassálfar vera skammaryrði.

Lifið í friði.