Á þessu ári sem nú fer að líða hafa tvær konur komið frá Íslandi í heimsókn til mín og hjálpað mér mikið við að gera eitthvað sniðugt til að gera heimili mitt heimilislegra. Fyrst kom mamma og slengdi upp gardínum í stofuna. Var þá, ýmsum til hrellingar, búin að vera í ástandinu "ekkert fyrir stofunni" sem truflar jafnt vestfirskar og parískar tengdamömmur (sjá Vestan í tenglalistanum) í heilt ár. Gardínurnar settu heilmikinn svip á stofuna og þó að alveg öruggt sé að ég HEFÐI alveg getað gert þetta ein, þá vorum við fjóra tíma að öllu saman (þurfti að bora, líma, klippa og falda) sem þýðir að ég hefði þurft átta tíma og slíkan munað fæ ég ekki í dagsbirtu og friði og ró þessa dagana. Því er ljóst að hjálp hennar var dýrmæt og nauðsynleg.
Mamma gerði líka við ditten og datten eins og allar íslenskar mömmur sem koma til Parísar gera. Einn rennilás hér, einn faldur þar, saumspretta, lykkjufall (á sjali, ekki sokkabuxum) og fleira smálegt.
Síðar sama vor kom G vinkona (þori ekki að nefna hana fullu nafni, veit ekki hvort ég má) og hjálpaði mér við að ganga frá öllu sem hafði safnast upp um alla íbúð. Setja inn í skápa, upp í hillur, inn í möppur og íbúðin stækkaði um nokkra fermetra við þessar aðfarir okkar. Hún er ótrúlega snyrtileg, gæti frekar verið skyld systur minni en ég sjálf, bæði snyrtileg og dugleg að stunda íþróttir og mikil hvatning að fá svona snyrtimenni á heimili sem er dálítið látið sitja á hakanum meðan allir eru í mömmó og svona.
Um daginn hrundu gardínurnar niður. Reyndar vissum við mamma að sá hluti sem gaf sig var mjög ótryggur út af smá mistökum í upphafi. Og í gær þurfti ég að leita að einhverju hérna og tók þá eftir að ekkert, EKKERT, er á sínum stað í þessari íbúð lengur. Þetta er orðið ófremdarástand.
Ég hef morguninn "fyrir mig", líklega eini tíminn sem ég mun hafa fram að fríinu sem ekki þarf að fara í pökkun og hreingerningar því að við leigjum íbúðina út á meðan. (Það er nú líka efni í blogg hvernig maður byrjar að horfa á hlutina sína þegar maður veit að ókunnugt fólk ætlar að koma og nota þá, allt í einu finnst mér hnífapörin okkar orðin einum of óhrjáleg, ég tala nú ekki um stofusófann og ýmislegt annað sem er kominn tími á að senda í endurvinnslu).
Á ég að halda áfram að mála litla skrifborðið sem ég byrjaði að mála í gær eða á ég að ganga í allsherjar tiltekt? Ég þyrfti líka að flakka um netið og leita að upplýsingum um lifandi arkitekta sem hafa sett mark sitt á París 20. aldarinnar og fætur mínir eru í virkilegri þörf fyrir grisjun, ég þarf í klippingu bráðum (hefði þó ekki tíma núna, of langt í burtu) og svo langar mig ógurlega mikið að leggjast út af með krossgátu eða bók og bara vera ég.
En nei, ekki núna. Í fríinu geri ég það. Núna fer ég og raða og flokka og laga. Og hver veit nema ég nái að mála einn flöt á skrifborðinu áður en ég þarf að fara að sækja litlu prinsessuna. Prinsinn verður í allan dag í sínum leikskóla í fyrsta sinn í dag.
Í gær hlustaði ég á Þursabit meðan ég málaði. Í dag ætla ég að hlusta á Milljónamæringana meðan ég tek til.
Lifið í friði.
6.9.05
flækt í netinu
Frakkland - la vie!
- PARÍSARDAMAN.COM - upplýsingar mínar um París á íslensku
- Ferðamálaráð Parísar
- Borgarvefur Parísar
- Sendiráð Íslands í Frakklandi
- Frakklandsferðir
- Myllan í Búrgúndý
- Hús í Provence og annað í Auvergne
- Ferðalangur.net
- Útlönd.is
- Ferðastofan.is
Önnur lönd
List
- Anaiki
- Bagga
- Embla Dís
- Hildigunnur
- Kurr í kólibrífugli
- Lóa
- Nornabúðin
- Parísarpési
- Rímorðaleitarvél
- Sigga Kvika
- Sólveig Anspach
- Svartfugl
- Sveitasæla
- Tregawött
Lyst
Vefrit
Móðir jörð
- Framtíðarlandið
- Íslandsvinir
- Landvernd
- Náttúruvaktin
- Hugmyndaflug
- Natturan.is
- Friður.is
- Saving Iceland
Bloggblokk
- Mikki vefur
- Bloglines
- Anna.is
- Arna Vala
- Arngrímur V
- Astasvavars
- Ármann
- Baldvin Kári
- Barbie
- Baun
- Bjarnarblogg
- Byltingarsinnuð Silja
- Chris
- Davíð
- DonPedro
- Dr Gunni
- Einn og átta
- Elías
- Elma veltir vöngum
- Erla Hlyns
- Erna
- Eyja
- EÖE
- Farfuglinn
- Ferðapabbi
- Fjallabaksleiðin
- gaa
- Gallblaðra
- Gen
- ghh
- Gurrí
- Gvendarbrunnur
- Halla
- Hanna litla
- Harpa fyrir vestan austrið
- Heiða
- Hildigunnur
- Hildur Snilldur
- Hnakkus
- Hofteigur
- Hólmfríður Mikka
- Hryssa
- Hugi
- Hugleir
- Hugskot
- Ingalvur
- Ingólfur
- Internetmamman
- Jón Lárus
- Kameljónið Birgitta
- Kókó
- Kristín
- Kristín Svava
- Linda dindill
- Ljúfa
- Maggi Ragg
- Málbein
- Már Högnason
- Nanna bístró
- Pezus heitir Hjörvar
- Prakkari Jón
- Púkinn
- Reykvísk sápa
- Rósa Rut
- Rustakusa
- Siggi Pönk
- Siggi Doktor
- Skrudda
- Sól á Íslandi
- Stebbi stuð
- Stefán
- Steinunn Þóra
- Stinningskaldi
- Sverrir
- Syngibjörg
- Tobbi tenór
- Tóta pönk
- Uppglenningur Group: Blogg fyrir blinda
- Uppglenningur Group: Ljósskáld
- Valur
- Vangaveltur
- Varríus
- Vélstýran Anna
- Væla veinólínó
- Þotustrik
- Þórdís
- Þórður
- Þórunn Gréta
- Örvitinn
Sites en français
Previous Posts
- mér finnst
- mér langar
- skólalína
- le travail c'est la vie
- andvaka
- Maðurinn minn og ég
- án titils
- þegar ég var bankastjóri
- baðföt
- íkornaútilega
www.flickr.com
|
<< Home