8.8.05

veðurguðinn í góðu skapi

Mér þykir leitt að pirra Íslendinga, en veðrið hér er hrein dásemd. Eyddum öllum deginum í gær úti í Villette-garðinum. Trumbuslagarar í hópum, jazztónleikar og fullt af fólki að sleikja sólina þegar hún sýndi sig milli þess sem maður þurfti að vefja sig inn í síðerma því stundum komu ískaldar vindhviður. Ekki of kalt, ekki of heitt. Fullkomnun.
Ef þið eigið punkta, er tími til að nota þá í stutta ferð til Parísar.

Lifið í friði.