magnleysi
Á hverjum degi get ég kvartað yfir einhverju nýju. Í dag sit ég hér í algeru magnleysi meðan hópur bindiskalla og dragtakellinga taka ákvörðun sem varðar mig og líf mitt. Og ég hef ekki orð um það að segja.Hver veit nema ég komi til Íslands sem ólympískur flóttamaður? Ætti kannski að hafa samband við Halldór beint (er hann ekki í Vesturbæjarlauginni á morgnana?) og gera honum tilboð um að koma með hóp af góðu og gegnu fólki með mér. Frönskum snillingum sem gætu rifið íslenskt þjóðfélag upp. Best að minnast ekki á hæfni Frakka til að mótmæla, það gæti fengið hann til að hika, voða gott að ríkja yfir þjóð sem bloggar bara. Stórhættulegt að fá fólk til landsins sem hugsar öðruvísi.
Lifið í friði.
<< Home