27.1.06

kuldi

Ég var búin að skrifa langa hugleiðingu um samviskubit og fátæklinga og mig feita og freka lifandi í vellystingum. Það er ekki hægt að skrifa svoleiðis tvisvar. Kannski var ágætt að "Safari left the building" áður en ég náði að birta hana.
Fór með föt og teppi og fleira í rónaskjól hér í hverfinu. Mér líður samt ekkert betur. Það er erfitt að þola þennan kulda þegar maður er svona í ofkyntu húsi með allt sem þarf en veit samt af öllu þessu fólki sem þjáist svo mikið.
Af hverju þarf frumskógarlögmálið að gilda, þegar maður veit, VEIT, að megnið að þegnum þjóðfélagsins er ekki hlynnt því? Hver er ekki samþykkur því að hjálpa minni máttar? Hver getur uppástaðið að réttur sjúkra og fatlaðra til mannsæmandi lífs sé bara nostalgía?

Sem betur fer verður ekki eins kalt og búið var að spá. Á m.a.s. að ná upp í 4 gráður um helgina, ekki fara niður í -15 eins og spáin var í vikubyrjun.

Lifið í friði.