30.8.05

Maðurinn minn og ég

Ég og maðurinn minn eigum ekkert sameiginlegt nema kannski grunnhugmyndir um hvernig lífið á að vera, bæði á heimsmælikvarða og hér innan veggja heimilisins.
En eitt eigum við þó sameiginlegt: Við munum ómögulega hvaða dag við giftum okkur, vitum að Júróvisjón kom upp á sama dag og að þetta var laugardagur. En dagsetningin... einhvers staðar í kringum miðjan maí. Tengdapabbi sagði okkur rétta dagsetningu um daginn, en við erum bæði búin að gleyma henni.

Lifið í friði.