29.4.08

steikt

Röddin er komin til baka, hárið á mér er úr sér vaxið, tvisvar sinnum á einni viku hef ég þurft að senda tvö mjög neyðarleg bréf til fólks, var ekki viss um hvað okkur hafði farið í milli áður, heilinn á mér er á stöðugri yfirkeyrslu mér finnst ég alltaf vera að gleyma einhverju, svíkja einhvern, klúðra einhverju.
Er hægt að bræða úr heilum eins og bílvélum? Er það kannski ástæðan fyrir þorstanum sem sótti á mig í dag, þurfti kælivökva?

Ég tók skyndiákvörðun um að skella mér í klippingu á morgun og tókst að sannfæra hárgreiðslukonuna mína um að opna hálftíma fyrr til að koma mér að. Ég hef áður viðrað kenningar mínar um hár sem flækist fyrir mér, sjáum hvort eitthvað skýrist í kollinum á mér varðandi orð sem flækjast fyrir mér, t.d. fer orðið einkvæmt fyrir brjóstið á mér. Kannist þið við það og vitið þið hvað það þýðir? Vinkona mín segist kannast við það hjá eldra fólki, mér finnst ég aldrei heyrt þetta orð, né heldur orðið bilkvæmt, fyrr en ég fór að lesa um hljóð- og hljóðkerfisfræði.

Lifið í friði.