hitinn
Sól og hlýtt. Svona má allur september vera mín vegna. Reyndar er spáð rigningu á sunnudag en aftur sól á mánudag. Á þriðjudag verð ég enn og aftur í Versölum og þá á að vera 29 stiga hiti. Það skyldi þó aldrei enda í hitabylgju?Annars hef ég ekkert að segja, nema jú að konan sem var með mér í Versölum á þriðjudag er ekki sátt við að vera kölluð kona fyrir þrítugt. Það leiðréttist því hér með. Gaman að lesa hennar frásögn af París þó að tölvufæreyskan sé aldrei skemmtileg.
Ég er ekki enn búin með þessa viku, fjallganga á píslarvottahæð á eftir. Svo fæ ég "frí" fram á þriðjudag - allar aþrengdar eiginkonur og handlagnir heimilisfeður vita að fjölskyldulífið er í raun ekki frí, alveg gaman en ekki frí. Vinnan mín er skemmtileg en samt ekki frí. Frí er þegar maður liggur eins og klessa uppi í sófa, úti á strönd, í grænni lautu... með bók eða tónlist eða bæði. Ég væri til í slíkan dag bráðum. Hver veit, nú byrjar skólinn á mánudag og þó næsta vika sé aftur frekar þung virðist vikan þar á eftir verða rólegri.
Lifið í friði.
<< Home