2.7.06

hiti

Hitinn fór örugglega upp í 100 í gærkvöld. Það varð allt vitlaust. Zidane var víst æði og Thierry Henry, sá sem sýndi leikarahæfileika sína svo rækilega í síðasta leik, líka.
Næsti leikur er sem sagt Frakkland-Portúgal. Það hljómar næstum eins og borgarastyrjöld. Húsverðir gegn leigutökum. Það verður fjör í blokkunum og hverfunum.
Hræðilegt að sjá litla brasilíska drenginn sem grét svo sárt í fangi móður sinnar.
En svona er lífið, sumir sigra og hinir tapa þá bara. Búið. Bless.

Og ég er farin að henda niður einhverjum spjörum í tösku, mikill verkkvíði og því ekkert komið í tösku enn.
Svo ætlum við að flýja þessa heitu efstuhæðaríbúð og fara í skógarferð og halda upp á afmælið hans Ívars sem er 4 ára.
Liggja í lundi við læk í skugganum.

Lifið í friði.