heiðardalurinn
komin heim með slitna gullsandalakomin heim í hita og sól
komin heim til að hlusta á þvottavélina mala
komin heim í leit að vinnu
komin heim afslöppuð en samt uppgefin
Fríið var gott. Ef ykkur vantar upplýsingar um leynitjaldstæði og hvernig hægt er að ferðast ódýrt um Frakkland er ég með ýmislegt skemmtilegt handa ykkur. Spurning hvort ég eigi að rita upp ferðasögu og setja á www.parisardaman.com?
En nú er bara spurningin: Ef allir eru að flýja Ísland og rigningarnar, af hverju er þá enginn skráður í göngutúr með mér um helgina?
Og af hverju er þetta með rigningu og vatn eins og með peninga? Þar sem er nóg kemur meira. Þar sem er skortur kemur minna. Er lífið bara óréttlátt frá náttúrunnar hendi? Er þetta kannski sönnunin á því að guð er ekki til? Er ekki kominn tími til að Íslendingar finni leið til að safna góðu magni af rigningu og sendi á svæði sem eru að skrælna upp? Og ég er ekki að tala um að selja vatnið, við eigum vitanlega að gefa það. Ríkir eiga að gefa fátækum, það hlýtur að vera rétta jafnan.
Eftir stiklur um bloggheima sé ég að það er gaman að heyra frá ykkur aftur þó ég neyðist til að játa að ég saknaði ykkar nákvæmlega ekkert þar sem ég sat við fína álborðið mitt fyrir framan góða tjaldið mitt með rauðvín í plastbolla og nakta krakka í boltaleik í kringum mig og fallegan karl á móti mér. Ekki vitund.
Kannski ég skelli mér til Danmerkur um helgina. Nenni varla að hanga hér í París ef enginn þarf á mér að halda. Krakkarnir fara til Grikklands með ömmu og afa á morgun og karlinn verður að vinna á fullu. Á ég að fara?
Nú er ég búin að setja fram svo margar spurningar að það er ljóst að fátt verður um svör. Best að hætta og fara í kalda sturtu. 37,2 að morgni.
Lifið í friði.
<< Home