31.10.05

hillur


hillur
Originally uploaded by parisardaman.

Hér gefur að líta hluta afraksturs síðustu daga.
Hillurnar eru flestar keyptar á flóamörkuðum og pússaðar og mismunandi oft málaðar. Svo eru þær bónaðar og hafa slétta og mjúka áferð.
Hillan með hjörtunum er skúffa úr kommóðu sem breyttist í dúkkuhús og þarf því ekki skúffurnar sínar lengur. Í götin fyrir hnúðana koma krókar og þar á að hengja ljósaseríu. Tilvalið í stelpuherbergið, er það ekki?
Litlu hólfahillurnar eru fyrir bréfin, eitt hólf fyrir ástarbréf, annað fyrir boðskort og þriðja fyrir reikninga ef fólk er fyrir þá. Annars fyrir t.d. flugmiðana og svoleiðis pappíra sem ekki má týna.
Ég set inn fleiri nærmyndir þegar ég hef betri tíma, eldhúsið mitt er líklega orðið smurt í ávaxtamauki ef ég skil hljóðin sem þaðan berast rétt.
Lifið í friði.