4.5.08

skrekkur

Mig langar ekki í próf þar sem ég má hafa gögnin. Martraðirnar ganga út á mig að fletta í bókum og lesa og svo er tíminn úti og ég hef ekkert skrifað.
Ég hef ekki fengið leiðréttingar á verkefnum sem áttu að berast í pósti. Ég mun redda mér með óleiðréttum úrlausnum mínum ásamt réttri úrlausn frá kennara en ég hefði alveg viljað sjá athugasemdirnar, þær eiga það til að varpa ljósi á nemandans villu vegar. Kannski koma þær á morgun, kannski ekki.

Hins vegar gleður það mitt litla hjarta að fara í dag í fyrsta göngutúrinn í alvöru hita og sól í dag. Það verður gaman. Alltaf kemur þó sama vandamálið upp þegar veður skipast svona drastískt í lofti: Í hverju á ég að vera?

Lifið í friði.