24.9.07

grundvallagata 12

Það er samkvæmisleikur í gangi hjá norninni Evu. Gaman að leika. Tek sénsinn á því að vera tekin alvarlega. Það er allt of algengt að fólk taki mig alvarlega. Slæm mistök, stundum.
Ég er á kafi í kvíslgreiningu, kyni tölu föllum háttum tíðum og öðru slíku og það getur leitt til mikillar þarfar fyrir að bulla, það er eitthvað svo hátimbrað athæfi að kvíslgreina. Vinkonu minni heyrðist ég vera að hvíslgreina. Samt var ég ekki að hvísla þegar ég sagði henni það. Svona er þetta undarlegt stundum.

Ég hef ekki heyrt neitt um þátt tvö. Var hann svona góður eða var hann svona slæmur? Er hann kannski ekki vikulegur? Var ég annars búin að kvarta yfir brussuganginum í þætti eitt með að margendurtaka að titillinn er margræður? Gereyðilagði margræðnina. Dæmigerð byrjendamistök, sem er furðulegt í ljósi reynslu mannsins.

Annars hef ég pælt í því í nokkra daga hve erfitt er að greina milli brussugangs og dónaskapar. Lenti nefninlega í samtali um daginn þar sem mér þótti viðmælandinn mjög dónalegur. Held samt að viðmælandanum hafi fundist hann mjög eðlilegur og það sem beðið var um mjög sjálfsagt. Hef varla hætt að hugsa um þetta og naga mig í handarbökin bæði yfir því að hafa orðið kjaftstopp í staðinn fyrir að segja: Mér misbýður. Og nú er það of seint.
Hvað gerir lítil kvíslgreind kona þá?

Lifið í friði.