það er ekki það
að mig langi ekki til að blogga, það er bara svo brjálað að gera hjá mér. Tímanum er skipt milli náms og vinnu, barna og karlinn fær svo sjúskaða rest sem felst í fósturstellingu í sófa eða uppi í rúmi með tilheyrandi hrotum.Það er gaman að læra en ferlega er þetta nú erfitt fyrir svona gamlar kerlingar.
Ég er búin að hlusta á einn af fyrirlestrum þriðjudagsins og ætti að ná að hlusta á hina þrjá á morgun. Þá er ég væntanlega búin að ná upp réttum takti. Í bili. Verst að ég hef næstum aldrei tíma til að lesa neitt að ráði, gríp niður hingað og þangað svona meðan ég hræri í pottum.
En ég er að springa, hef svo mikið að segja um konurnar sem komu til Íslands um daginn og kenna íslam um allt, um bókmenntaþátt sem á heima í útvarpinu, enda sjónvarpið bara ruslmiðill og hana nú og bara um ditten og datten en það verður að bíða betri tíma.
Fáið ykkur rjóma.
Lifið í friði.
<< Home