6.5.07

dagurinn

Dagurinn er runninn upp bjartur og fagur. Ég tel að það sé henni í vil án þess að ég hafi nokkuð annað fyrir mér í því en að hann rekur baráttuna á hræðsluáróðri og elur á svartsýni í fólki. Sól og blíða eiga það til að gera svartsýni mína að óljósri minningu og ég held að ég sé ekki einstök.

Dagurinn er runninn upp, bjartur og fagur. Skyldi fólk vera farið að flykkjast á kjörstað eins og fyrir tveimur vikum? Ég vil ekki kveikja á sjónvarpinu, vil ekki kíkja á vefsíður sem gætu upplýst mig, vil ekki vita, betra að ímynda sér eitthvað gott.

Kannski skiptir þessi dagur engu máli. Kannski er allt á leið til fjandans eða kannski er bara allt í fínasta lagi og kannski fá úrslit kosningar milli tveggja forríkra einstaklinga um hver fái að ráða, engu breytt.

Börnin eru að vatnslita frammi í eldhúsi, Kári notar svart í dreka og snáka, Sólrún notar bleikt og fjólublátt í prinsessur og prinsa. Þau eru framtíðin.

Ég er bara ég, einstök og margföld. Ég kýs ekki í dag en mun lifa við úrslitin næstu fimm árin.

Lifið í friði.