25.9.06

skammartilfinningin

Ég skammast mín svo mikið að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér út úr þeirri argans vitleysu sem ég gerði.
Ég ákvað strax að sleppa afmælisdögum vina og fjölskyldu á þessari síðu, svona fyrir utan okkur fjögur kannski.
En þar sem systir mín átti afmæli á föstudaginn og fékk hvorki póstkort, símtal, tölvupóst, skeyti, sms né kveðju í gegnum einhvern annan á afmælisdaginn né hefur hún fengið nokkuð frá mér enn þá ætla ég að brjóta hefðina og segi:

Elsku Guðlaug mín, eftir allt það sem við höfum gengið í gegnum, bit, klór, öskur og grát, faðmlög, kossa, ástúð, stolt og væntumþykju langar mig að segja þér enn og aftur að mér þykir ógnarlega vænt um þig, ég er montin af þér og er handviss um að þó ég ætti tíu systur værir þú alltaf sú besta.
Til hamingju með afmælið og ég hlakka til að hitta þig eftir mánuð.

Lifið í friði.