8.5.08

ímyndin

Við gátum náttúrulega ekki valið frelsi - jafnrétti - bræðralag, það var upptekið.

Kraftur - frelsi - friður er líka ágætt í sjálfu sér.

Ánægjulegt að friðurinn skuli standa þarna með, ég held einmitt með honum mest af öllu. Næst held ég upp á verndun plánetunnar, það vantar þarna inn í.

En það gerjast í mér spurningar um frið og franska varnarliðsmenn og gamlar sögur af hermönnum og ástandi og ég er svo hrædd um að þessir frönsku varnarliðsmenn sái kannski herskáum fræjum í frjóan svörð. Spurning hvort nefndin eigi að byrja á að beita sér fyrir því að skírlífisbeltum verði dreift meðan erlendir hermenn eru á landinu? Eða beita sektum á konur sem liggja hjá hermönnum? Æ, ég veit það ekki, ekki tala við mig, ekki hlusta á mig, ég er aðallega að pæla í beygingarmyndum og að sjálfsögðu í morðhugleiðingum á meðan.

Lifið í friði.