7.5.08

vorkunn

Tvisvar sinnum nýlega hef ég lent í undarlegum viðbrögðum þegar ég segist vera að læra íslensku. Í bæði skiptin kom hik eða fát á viðmælendur, svipurinn lokaðist. Ég túlkaði það sem einhvers konar vorkunn, sem það í rauninni var, en ekki sams konar vorkunn og sú sem ég bjóst við. Það létti öllum mikið þegar í ljós kom að ég er ekki að læra íslensku í háskólanum í París, sigri hrósandi meðal útlendinganna.

Lifið í friði.