27.4.08

ís

Ég les um ísbúðir á öllum þeim bloggurum sem hafa nennt að dýfa penna í blek.
Í kvöld tilkynnti maðurinn minn að við fengjum eitthvað óvænt eftir matinn. Hann hafði keypt ís handa okkur. Honum finnst sjálfum ís ekki góður svo hér er sjaldan keyptur ís, mjög sjaldan.
Tilviljun að við fengum ís um leið og allir Íslendingar fengu ís? Já og skemmtileg er hún.

Nú ætla ég að horfa á Barnaby, ekki til að verðlauna mig eftir lásí dag heldur til að reyna að gleyma hvað ég er lásí.

Þið getið þakkað fyrir að í þögn minni hef ég bloggað stanslaust, en alltaf séð aumur á lesendum og þurrkað færslurnar út í staðinn fyrir að birta þær.

Lifið í friði.