27.8.05

j'aime les filles

söng Jaques Dutronc einu sinni. Frábært lag.
Ég elska allar konurnar sem ég les á blogginu. Allar með tölu. Og auðvitað urðu þær allar hræddar um að ég væri leið á þeim meðan enginn, ENGINN, drengjanna spurði sig þess.
Líklega les sá sem mér leiðist mig ekki og er það vel.
Ég elska konur, ég elska stelpurnar, íslenskar konur eru svo frábærar eins og Ásta bendir t.d. á í bloggi um daginn þegar hún segir frá smsi: Kemst ekki í vinnuna á morgun, átti barn í hádeginu.
Ég hef oft sagt og segi enn, ég veit ekki hvernig þessi vetur hefði orðið ef ég hefði ekki getað yljað mér við bloggið. Bull og óþarfa kjaftæði um libbu og tibba en sem yljar manni um hjartarætur því mannlegheit og húmor skína í gegn. Flott og skemmtilegt fyrirbrigði bloggið. Stundum troðfullt af óþarfa óþarfa. En stundum þarf maður á óþarfa að halda. Alls konar konur og menn sem maður þekkir ekki neitt en sem manni þykir samt einhvern veginn undarlega vænt um. Vá, ég er á trúnó. Samt bara búin með tvö, tja, kannski fjögur, glös... hætti núna. Elskykkur.

Lifið í friði.