24.6.05

sveitt leti

Maður verður ekkert smá latur í svona hita. Og þar sem það er brjálað að gera, er maður enn latari við að blogga. Ég er að undirbúa brottför dóttur minnar, hún ætlar að vera í 10 daga á skerinu hjá fjölskyldunni sinni í Norðri. Mér líður eins og það sé verið að rífa af mér handlegginn einmitt núna. Eða að draga eigi úr mér allar tennurnar. Ég veit að hún á eftir að eiga góðar stundir hjá fordekrandi afa og ömmu. Og rifist er um að fá að fara með hana í húsdýragarða og sund. Ég veit að það er erfitt fyrir hana að vera alltaf hérna með okkur. Samt finnst mér þetta fáránlega erfitt. Skammast mín hálfpartinn.
Lifið í friði.